Hverju hefuru að tapa?

Veistu..

Það er frítt að prufa, skráðu þig

Frír Prufutími
image

Fitnessbox

Skiptir engu hvort þú sért í lélegu eða góðu formi. Það enda allir í góðu formi. Hraðir og fjölbreyttir brennslu, styrktar og þolæfingatímar fyrir alla. - Alhliða líkamsrækt.

Fitness box æfingakerfið er meðal þess besta sem er í boði vegna þess að það æfir allan líkamanninn í heild og er fullkomin æfing fyrir hjartakerfið og þolið. Fitness box hentar vel þeim sem vilja grennast á heilbrigðan hátt og styrkjast.

Skoða nánar

image

Byrjendabox

Viltu læra fótaburð, varnarstöður og árásastöður í hnefaleikum? Hérna er farið yfir grunninn og líka tekið á því í styrktar og þolþjálfun.

Byrjendaboxið er fyrir fullorðna byrjendur. Tímarnir samanstanda af fjölbreyttum brennslu, þol- og styrktaræfingum. Jafnframt eru undirstöðuatriði kennd s.s. fótaburður, varnar- og árasarstöður. Það er einnig mikið æft á púða, fókuspúða eða í skuggaboxi.

Skoða nánar

image

Unglingabox

Ertu 12-16 ára og langar að læra undirstöðuatriðin í hnefaleikum og hafa gaman af því að vera til? Hér er áherslan af því að hafa gaman að líkamsrækt en einnig verið að læra allt um íþróttina.

Ásamt því að fara í undirstöðuatriðin eru tímar brotnir upp með fjölbreytilegum og skemmtilegum æfingum. Hjá Hnefaleikafélaginu ÆSIR viljum við leggja mestu áherslu á hópefli og lífsleikni hjá unglingunum.

Skoða nánar

image

Keppnisbox

Sterkur og framsækinn keppnishópur.

Keppnisfólkið okkar keppir undir Hnefaleikafélaginu ÆSIR stofnað árið 2007 og eitt stærsta og virkasta hnefaleikafélag á landinu. Keppnishópurinn er hópur fyrir þá sem eru lengra komnir og vilja fara ýtarlegra í tækni og sérhæfa sig enn frekar í hnefaleikum og keppa. Í keppnishópnum eru margir upprennandi boxarar á alþjóðavettvangi og Íslandsmeistarar. Keppnishópurinn fer einnig reglulega í æfingaferðir og keppnisferðir á alþjóðlegum vettvangi þar sem hafa verið unnin mörg afrek. Mikill metnaður og góður andi innan keppnishópsins.

Þjálfari: Vilhjálmur Hernandez

image

Heilsunámskeið

Ert þú að berjast við kvíða, þunglyndi eða félagsfælni ? Eða finnst þér kannski bara erfitt að fara á þessar stóru líkamsræktarstöðvar en langar að byrja að stunda líkamsrækt?

Kolbrún hjá Hnefaleikastöðinni býður upp á sérstök líkamsræktarnámskeið utan háanna tíma þar sem fólk á öllum aldri getur komið og æft eftir sinni getu í persónulegu og rólegu umhverfi. Æft er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl: 20-21. Námskeið hefjast mánaðarlega og kostar mánuðurinn aðeins 6000 kr. Hægt er að senda fyrirspurnir á emailið: askorun11@gmail.com

image

Einkakennsla í hnefaleikum

Vilhjálmur Hernandez tekur að sér einstaklinga og smærri hópa í sérhnefaleikaþjálfun. Vilhjálmur er stofnandi ÆSIR og yfirþjálfari keppnisliðs okkar. Hann hefur þjálfað fjölmarga Íslandsmeistara og er einn farsælasti þjálfari landsins. Hægt er að senda fyrirspurnir og skrá sig í mailið: villi@box.is

Kolbeinn Kristinsson er með einkatíma í hnefaleikum. Tímarnir eru sniðnir að hverjum og einum hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn. Kolbeinn er fyrrum tvöfaldur Íslandsmeistari, hefur keppt á fjölmörgum mótum um allan heim og er atvinnumaður í hnefaleik. Hann hefur sótt þekkingu sína hjá öllum helstu þjálfurum á Íslandi og verið í þjálfun hjá þekktum þjálfurum í Bandaríkjunum.Hægt er að senda fyrirspurnir og skrá sig í mailið: kolli@box.is

image

Einkaþjálfun

Langar þig að komast í form eða vantar þig sérstaka þjálfun? Bæði einka og hópþjálfun í boði hjá þaulvönum og sérhæfðu fólki.

Nokkrir þjálfarar í boði, til að fá nánari upplýsingar eða beint samband hringið í 578 6060 eða sendið fyrirspurn á box@box.is

image

Hóptímar fyrir skóla

Við tökum hressilega á móti skólum sem vilja kynna fyrir nemendum hnefaleika. Það koma reglega skemmtilegir skólahópar í heimsókn.

Самая качественная в округе гидроизоляция подвала