Byrjendabox

Viltu læra fótaburð, varnarstöður og árásastöður í hnefaleikum?

Hnefaleikar eru tæknileg íþrótt

Hér er farið yfir grunninn og tekið á því í styrktar og þolþjálfun. Tímarnir samanstanda af fjölbreyttum brennslu, þol- og styrktar æfingum. Jafnframt eru undirstöðu atriðin kennd. Það er einnig mikið æft á púða, fókuspúða eða í skuggaboxi. Það þarf ekki að keppa né æfa á móti mótherja ef maður vill það ekki. Fyrir lengra komna og þá sem vilja keppa er sérstakur keppnishópur.


.
.
.
.
image

Tímar alla virka daga

Byrjendabox tímar eru alla virka daga kl.17:30 - 18:30
image

Tækni

Í byrjendaboxinu er áhersla á tæknileg atriði hnefaleika og grunnurinn byggður. Farið er yfir helstu árásar og varnarstöður, ásamt fótaburði. Tekið er á því á púða, mitsa en það fer enginn í hringinn án þess að vilja það, og án þess að vera tilbúinn!
image

Þrek og þol

Í tímunum er líka byggt upp þol og styrk, enda er úthald mikilvægt í hnefaleikum.

Lyftingaraðstaðan og salurinn er líka opinn til eigin notkunar á opnunartímum.
image

Stöðvatímar

Opnir tímar alla laugardaga frá kl: 12-13. Stöðvarnar samastanda af breytilegum lotum/stöðvum af æfingum með ýmsum tækjum eins og lóðum, bjöllum, teygjum og köðlum,
.
.
.
.

Um þjálfara


image

Vilhjálmur Hernandez

Hnefaleikaþjálfari

Vilhjálmur hefur langan og fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum en sjálfur keppt í ýmsum greinum á borð við kraftlyftingar, vaxtarækt og fótbolta. Vilhjálmur hefur verið þjálfari frá aldamótum en hefur verið bæði í almennri líkamsræktarþjálfun og íþróttaþjálfun. Hann hefur t.m. þjálfað heimsmeistara í kraftlyftingum, verið styrktarþjálfari fyrir meistaradeildarlið í handknattleik og öðrum íþróttum ásamt því að hafa tileinkað sig hnefaleikaþjálfun seinasta áratug. Vilhjálmur stofnaði Hnefaleikastöðina árið 2006 og byggt upp starfsemina frá grunni. Hann hefur þjálfað marga Íslandsmeistara í hnefaleikum og náð árangri með íslenskt afrekshnefaleikafólk á erlendum stórmótum. Í dag þjálfar hann hnefaleika á öllum stigum.


Самая качественная в округе гидроизоляция подвала