Fitnessbox

Vilt þú prófa öðruvísi líkamsrækt?

Hraðir og fjölbreyttir tímar - alhliða líkamsrækt

Fitness box æfingakerfið er meðal þess besta sem er í boði þar sem að það æfir allan líkamanninn í heild og er fullkomin æfing fyrir hjartakerfið og þolið. Fitness box hentar vel þeim sem vilja grennast á heilbrigðan hátt og styrkjast.
Fitness boxið leggur áherslu á þol og styrktarþjálfun með eigin þyngdar æfingum og léttu boxi. Fjölbreyttir tímar eru einnig í boði samhliða eins og stöðvatímar og kraftmiklir skorpuþjálfunartímar.

.
.
.
.
image

Morguntímar

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl:06:10 eru hressilegir skorpuþjálfunartímar með Dóra.

Unnið er ýmist í stöðvum eða hópum í fjölbreyttum æfingum þar sem er tekið vel á því í krefjandi lotum með stuttum hléum á milli. Í þessu æfingarformi þar sem skipst á að taka vel á og svo minna, eða taka hvíld inn á milli lotna byggir upp þol og styrk, en gefur jafnframt góða brennslu.

Fyrir utan eigin þyngdar æfingar er einnig notast við ketilbjöllur, lóð og önnur tæki í bland.
image

Hádegistímar

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga eru tímar frá 12 -13 með Sigga.

Hver tími hefst á sippi til að hita upp, sem er góð "plyometric" æfing til að bæta snerpu, hámarksstyrk og þol. Í fitness boxinu er svo er farið í mismunandi æfingar með áherslu á að nýta eigin þyngd til að byggja upp þolið og kraftinn. Hér er ekki farið í tæknilegu hliðar hnefaleikanna heldur boxpúða og mitsa æfingar nýttar til að auka þrekið.

Hnefaleikaæfingarnar eru ómissandi skemmtilegar!
image

Kvöldtímar

Alla virka daga eru kraftmiklir tímar í fitnessboxi með Villa.

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga eru tímar kl:19.00-20:00.

en þriðjudaga og fimmtudaga eru tímarnir kl:18:30-19:30.

Eins og í hádeginu byrja allir tímar á sippi og svo tekur við hörku púl og brennsla. Alltaf verið að breyta til en tímarnir eru alhliða líkamsrækt sem æfir allt kerfið.
image

Stöðvatímar

Hörku tímar sem sumir vilja kalla "The Circle of Death". Stöðvatímarnir með Villa eru alla laugardaga frá kl: 12-13, en föstudagskvöldin eru oft helguð stöðvunum líka.

Stöðvatímarnir byggja upp aukin styrk og kraft. Stöðvarnar samastanda af breytilegum lotum/stöðvum af æfingum eins og bekkpressu, upphýfingum, kaðlasveiflum, hindranahoppi, planka á bolta, hnébeygjur á dekki og aðrar skemmtilegar æfingar. Svo má ekki gleyma dekki dauðans.
.
.
.
.
.
.
.
.

Um þjálfarana


image

Vilhjálmur Hernandez

Hnefaleikaþjálfari

Vilhjálmur hefur langan og fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum en sjálfur keppt í ýmsum greinum á borð við kraftlyftingar, vaxtarækt og fótbolta. Vilhjálmur hefur verið þjálfari frá aldamótum en hefur verið bæði í almennri líkamsræktarþjálfun og íþróttaþjálfun. Hann hefur t.m. þjálfað heimsmeistara í kraftlyftingum, verið styrktarþjálfari fyrir meistaradeildarlið í handknattleik og öðrum íþróttum ásamt því að hafa tileinkað sig hnefaleikaþjálfun seinasta áratug. Vilhjálmur stofnaði Hnefaleikastöðina árið 2006 og byggt upp starfsemina frá grunni. Hann hefur þjálfað marga Íslandsmeistara í hnefaleikum og náð árangri með íslenskt afrekshnefaleikafólk á erlendum stórmótum. Í dag þjálfar hann hnefaleika á öllum stigum og nýtir þekkingu sína á líkamsrækt við að koma fólki í form í Fitnessboxi.


image

Sigurður Höskuldsson

Íþróttafræðingur og þjálfari

...


image

Halldór Jónsson

Þjálfari

Halldór er með breiðan íþróttagrunn en hefur æft og keppt í fimleikum, tae kwon do, hnefaleikum og í brasilísku jiu jitsu þar sem hann hefur unnið til þó nokkurra gullverðlauna. Hann er fyrrum íslandsmeistari í brasilísku jiu jitsu árið 2008 í flokki -67 kg. Halldór hefur einnig unnið við þjálfun og þjálfaði "Combat Conditioning" í Combat Gym. Halldór þjálfar morguntímana í Fitnessboxi hjá okkur en er einnig með sitt eigið ókeypis líkamsræktar námskeið og lífstíls ráðgjöf ásamt Valgerði Guðsteinsdóttur hnefaleikakonu sem heitir Fantaform.

Самая качественная в округе гидроизоляция подвала