Blogg

Það helsta í fréttum hjá okkur og í boxinu

Geggjaðri hnefaleikakeppni lokið á Grænlandi. Einhver besta stemmning sem um getur á keppni í manna minnum. Allir bardagarnir flottir og skemmtilegir..

image


Úrslitin voru svona:
Erla frá HR/MJÖLNI vann sinn bardaga mjög sannfærandi á móti mun þyngri andstæðing.
Kristján frá Æsi vann sinn bardaga og leit frábærlega út og mjög tæknilegur
Margrét frá Æsi stóð sig mjög vel í jöfnum leik og tapaði naumlega.
Hrólfur frá HR/MJÖLNI vann afgerandi sigur og sýndi mikla yfirburði.
Guðmundur Bjarni frá HAK vann einnig með yfirburðum og sýndi snilldar takta.
Eyþór frá HAK tapaði naumlega fyrir mun þyngri manni sem var síðan valinn keppandi kvöldsins.
Ívar frá Æsi tapaði naumlega í þéttum og flottum bardaga.
Vignir frá HR/MJÖLNI varð undir á stigum á brjáluðum bardaga þar sem allt var látið flakka. Þakið ætlaði að rifna af húsinu þega Vignir barðist við björtustu stjörnu Grænlands. Ekki voru allir sammála um stigagjöfina en enginn varð svikinn af bardaganum svo mikið er víst.

Grænlendingar hafa verið til fyrirmyndar í allri umgjörð og framkomu og er það alveg á hreinu að það verður fljótlega í okkar verkahring að koma á annari keppni á milli okkar og þá á Íslandi. Áfram Ísland!!!!

Самая качественная в округе гидроизоляция подвала