Blogg

Það helsta í fréttum hjá okkur og í boxinu

Laugardaginn 4. júní mun Kolbeinn Kristinsson (5-0, 1 KO) berjast sinn 6. atvinnubardaga í hnefaleikum gegn dananum Kim Thomsen (4-0, 1 KO) í Kaupmannahöfn. Bardaginn verður í Frederiksberg Hallerne og er það hinn heiðvirti hnefaleika promoter Mogens Palle og fyrrum þungavigtarkappinn "Super""Brian Nielsen sem standa fyrir þessu flotta bardagakvöldi.

Sjá meira um bardagana hér!

Kolli kemur vel undirbúinn og hefur eytt seinustu vikum í boxbúðum þar sem hann safnaði 63 lotum í sparrbankann! Hægt er að hlusta á Kolla fjalla betur um bardaga sinn og boxið með Dóra DNA á Harmageddon í viðtali sem tekið var við þá boxbræður í maí.

Við hvetjum alla á svæðinu að koma og hvetja okkar mann til sigurs! En hægt er að kaupa miða hér!
Самая качественная в округе гидроизоляция подвала