Blogg

Það helsta í fréttum hjá okkur og í boxinu

Laugardaginn 10. september steig Kolbeinn Kristinsson atvinnumaður í hringinn og sigraði sinn 7 atvinnubardaga með tæknilegu rothöggi (TKO) í 4. lotu - rétt eins og hann spáði sjálfur fyrir! Mætti hann stórum, sterkum og afar reynslumiklum andstæðingi, David Gegeshidze frá Georgíu (19-16-1). Bardaginn fór fram á stórum viðburði, PAF Boxing Gala, í Mariehamn, Álandseyjum.Mikil undirbúningsvinna fór fram fyrir bardagann en Kolbeinn var 5 vikur í intensive æfingabúðum með teymi Roberts Heleniusar í Álandseyjum. “Undangengnar vikur hafa verið draumi líkastar. Ég er búinn að hafa 100% fókus á að boxa frá morgni til kvölds og að hafa æfingafélaga eins og Robert, sem er á meðal þeirra bestu í heiminum í dag, getur ekki gert annað en að stuðla að bætingum hjá mér. Í þessum æfingabúðum sparraði ég 80 lotur og þetta er búið að vera það langsamlega erfiðasta sem ég hef nokkurntíman lagt á mig, en djöfull er þetta búið að vera gaman! Núna er æfingabúðunum lokið og ég er bara að slaka á, nærast og stilla fókusinn fyrir bardagann. Ég hlakka mikið til að stíga í hringinn á laugardagskvöld og sýna heiminum í sjöunda skipti hvers megnugur ég er. “ útskýrði Kolbeinn í viðtali við MMA fréttir daginn fyrir bardagann.

og hvort hann gerði.. Kolli er núna rankaður í hópi topp 100 þungavigtarhnefaleikamanna í Evrópu. Hann mun klifa upp metorðalistann nokkuð hratt með þessu áframhaldi. Við erum verulega stolt af okkar manni og flott að sjá íslenska íþróttamann láta til sín taka á alþjóðlegum vettvangi með þessum hætti. Áfram Kolli!

Самая качественная в округе гидроизоляция подвала