Blogg

Það helsta í fréttum hjá okkur og í boxinu

Á morg­un fer fram stór hne­fa­leika­keppni í Brand­ber­gens Centr­um í Stokk­hólmi sem ber nafnið Ris­ing Stars. Marg­ar áhuga­verðar viður­eign­ir fara þar fram og þar á meðal tvær viður­eign­ir þar sem ís­lensk­ir hne­fa­leik­ar­ar koma við sögu.

Ann­ar­s­veg­ar er það ósigraði þunga­vigt­argarp­ur­inn Kol­beinn Krist­ins­son (7-0) sem mun berj­ast sinn átt­unda at­vinnu­bar­daga og hins­veg­ar mun hne­fa­leika­kon­an Val­gerður Guðsteins­dótt­ir (0-0) berj­ast sinn fyrsta at­vinnu­bar­daga. Val­gerður er þar með að brjóta blað í ís­lenskri íþrótta­sögu þar sem hún verður þar með fyrsta ís­lenska kon­an sem berst sem at­vinnumaður í hne­fa­leik­um.

Upp­runa­lega stóð ekki til að hinn tutt­ugu og átta ára gamli Kol­beinn myndi berj­ast á þessu kvöldi og kom það bara upp fyrr í þess­ari viku að hon­um var boðinn bar­dag­inn þar sem fyrri and­stæðing­ur­inn þurfti að draga sig úr leik sök­um meiðsla. Kol­beinn hef­ur und­an­gengna daga dvalið á Álands­eyj­um í æf­inga­búðum og er því al­gjör­lega til­bú­inn í sinn bar­daga þó svo að hann hafi komið upp með mjög skömm­um fyr­ir­vara.

And­stæðing­ur hans er 31 árs gam­all ósigraður Georgíumaður sem heit­ir Archil Gi­golashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hef­ur unnið báða sína at­vinnu­bar­daga á stig­um. Kol­beinn er tals­vert hærra skrifaður inn­an hne­fa­leika­heims­ins en hann og ætti sam­kvæmt töl­fræðinni að geta borið sig­ur úr být­um.

Val­gerður, sem er 31 árs göm­ul, er liðsfé­lagi Kol­beins í hne­fa­leika­fé­lag­inu Æsi og hef­ur æft og keppt í hne­fa­leik­um frá ár­inu 2011. Hún hef­ur stefnt að því að verða at­vinnumaður í íþrótt­inni um langt skeið og greip því tæki­færið tveim hönd­um þegar það bauðst að berj­ast á þessu bar­daga­kvöldi. Hún mæt­ir hinni sænsku Ang­el­ique Hern­and­ez (1-1) sem á tvo bar­daga að baki, einn sig­ur og eitt tap. Val­gerður seg­ist hafa verið að und­ir­búa sig fyr­ir þenn­an bar­daga ansi lengi og því sé það fyrst og fremst til­hlökk­un sem hún upp­lif­ir.

„Ég er búin að boxa ótal áhuga­manna- og æf­inga­bar­daga. Við búum á Íslandi og hér eru at­vinnu­hne­fa­leik­ar ekki leyfðir, en hins­veg­ar tök­um við bara þeim mun fast­ar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkr­um vafa um að ég sé rétt und­ir­bú­in fyr­ir bar­dag­ann á morg­un. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta ís­lenska kon­an sem stíg­ur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mik­ill upp­gang­ur í hne­fa­leik­um á Íslandi,“ seg­ir Val­gerður.


Ljósmynd Snorri og grein tekin úr MBL: Sjá hér
Самая качественная в округе гидроизоляция подвала