Blogg

Það helsta í fréttum hjá okkur og í boxinu

Hnefaleikafólk ársins

Æsir kynnir hnefaleikakonu og hnefaleikamann ársins 2016!


Við erum mjög stolt af liðsfólkinu okkar þeim Valgerði og Þorsteini Helga en þau voru útnefnd af Hnefaleikasambandi Íslands sem hnefaleikafólk ársins.

Valgerður Guðsteinsdóttir er 31 árs og hefur æft hnefaleika frá árinu 2009. Valgerður er með 12 skráða bardaga en hefur keppt fleiri innanlands. Valgerður hefur keppt fjórum sinnum á Íslandsmeistaramóti og vann til gullverðlauna árið 2011 og 2013.Árið 2012 var hún einnig valin Hnefaleikakona ársins. Valgerður hefur einnig unnið gullverðlaun á erlendum stórmótum, en árið 2012 vann hún gull á ACBC í svíþjóð og árið 2013 á Galamóti í Nykobing Falster box club. Valgerður er búin að vera virk í hnefaleikum síðasta ár (2016) en hún varð önnur á Íslandsmeistaramótinu í febrúar eftir að dómara úrskurð eftir að stig stóðu jöfn eftir 4 lotur. Einnig keppti hún á Norðurlandameistaramótinu og varð þriðja. Valgerður er fyrirmynda íþróttakona og hefur sýnt afburði og aga í hnefaleikum frá því hún hóf æfingar.

Þorsteinn Helgi Sigurðarson er 19 ára og nýr í íþróttinni. Þorsteinn hefur æft í aðeins eitt ár en á þessu eina ári hefur hann keppt átta sinnum. Hann er virkasti hnefaleikamaður ársins 2016 í ólympískum hnefaleikum. Honum hefur farið gífurlega fram með hverjum bardaganum og verið valinn boxari mótsins á mjög sterku móti á Ljósanótt. Hann telst auðveldlega sem einn af okkar sterkari upprennandi hnefaleikamönnum í dag.


Sigurkvöld: Valgerður 1-0 og Kolbeinn 8-0Báðir atvinnumennirnir okkar í boxinu sigruðu sína andstæðinga á Rising Stars mótinu í Stokkhólmi síðustu helgi. Valgerður var að stíga í (atvinnu)hringinn í fyrsta sinn og mætti Angélique „Reyna“ Her­nández. Kolbeinn var að keppa sinn 8unda atvinnubardaga og vann með tæknilegu rothöggi í annarri lotu gegn Georgíumanninum Archil Gigolashvili.

Við hjá ÆSIR erum hrikalega stolt af okkar fólki. Þau eru bæði hrikalega efnileg og vert að fylgjast með þeim sigra boxheiminn:

Facebook síða Valgerðar

Facebook síða Kolbeins

Hnefaleikamót ÆSIR LIVE

Hnefaleikamót ÆSIR var LIVE á Facebook þann 12 Nóvember. Þú getur horft á allt bardagakvöldið með því að smella á linkinn hér að neðan: LIVE BOXMÓT

Boxari kvöldsins var okkar maður Þórarinn Steinn Þórðarson frá ÆSIR
Besti boxari kvöldsins

Fyrsta ís­lenska kon­an berst sem at­vinnumaður

Á morg­un fer fram stór hne­fa­leika­keppni í Brand­ber­gens Centr­um í Stokk­hólmi sem ber nafnið Ris­ing Stars. Marg­ar áhuga­verðar viður­eign­ir fara þar fram og þar á meðal tvær viður­eign­ir þar sem ís­lensk­ir hne­fa­leik­ar­ar koma við sögu.

Ann­ar­s­veg­ar er það ósigraði þunga­vigt­argarp­ur­inn Kol­beinn Krist­ins­son (7-0) sem mun berj­ast sinn átt­unda at­vinnu­bar­daga og hins­veg­ar mun hne­fa­leika­kon­an Val­gerður Guðsteins­dótt­ir (0-0) berj­ast sinn fyrsta at­vinnu­bar­daga. Val­gerður er þar með að brjóta blað í ís­lenskri íþrótta­sögu þar sem hún verður þar með fyrsta ís­lenska kon­an sem berst sem at­vinnumaður í hne­fa­leik­um.

Upp­runa­lega stóð ekki til að hinn tutt­ugu og átta ára gamli Kol­beinn myndi berj­ast á þessu kvöldi og kom það bara upp fyrr í þess­ari viku að hon­um var boðinn bar­dag­inn þar sem fyrri and­stæðing­ur­inn þurfti að draga sig úr leik sök­um meiðsla. Kol­beinn hef­ur und­an­gengna daga dvalið á Álands­eyj­um í æf­inga­búðum og er því al­gjör­lega til­bú­inn í sinn bar­daga þó svo að hann hafi komið upp með mjög skömm­um fyr­ir­vara.

And­stæðing­ur hans er 31 árs gam­all ósigraður Georgíumaður sem heit­ir Archil Gi­golashvili (2-0). Lítið er vitað um hann annað en það að hann hef­ur unnið báða sína at­vinnu­bar­daga á stig­um. Kol­beinn er tals­vert hærra skrifaður inn­an hne­fa­leika­heims­ins en hann og ætti sam­kvæmt töl­fræðinni að geta borið sig­ur úr být­um.

Val­gerður, sem er 31 árs göm­ul, er liðsfé­lagi Kol­beins í hne­fa­leika­fé­lag­inu Æsi og hef­ur æft og keppt í hne­fa­leik­um frá ár­inu 2011. Hún hef­ur stefnt að því að verða at­vinnumaður í íþrótt­inni um langt skeið og greip því tæki­færið tveim hönd­um þegar það bauðst að berj­ast á þessu bar­daga­kvöldi. Hún mæt­ir hinni sænsku Ang­el­ique Hern­and­ez (1-1) sem á tvo bar­daga að baki, einn sig­ur og eitt tap. Val­gerður seg­ist hafa verið að und­ir­búa sig fyr­ir þenn­an bar­daga ansi lengi og því sé það fyrst og fremst til­hlökk­un sem hún upp­lif­ir.

„Ég er búin að boxa ótal áhuga­manna- og æf­inga­bar­daga. Við búum á Íslandi og hér eru at­vinnu­hne­fa­leik­ar ekki leyfðir, en hins­veg­ar tök­um við bara þeim mun fast­ar á því þegar við æfum og ég er ekki í nokkr­um vafa um að ég sé rétt und­ir­bú­in fyr­ir bar­dag­ann á morg­un. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta ís­lenska kon­an sem stíg­ur þetta skref og ég veit vel að ég er ekki sú síðasta. Það er mik­ill upp­gang­ur í hne­fa­leik­um á Íslandi,“ seg­ir Val­gerður.


Ljósmynd Snorri og grein tekin úr MBL: Sjá hér

Kolbeinn ósigraður 7-0

Laugardaginn 10. september steig Kolbeinn Kristinsson atvinnumaður í hringinn og sigraði sinn 7 atvinnubardaga með tæknilegu rothöggi (TKO) í 4. lotu - rétt eins og hann spáði sjálfur fyrir! Mætti hann stórum, sterkum og afar reynslumiklum andstæðingi, David Gegeshidze frá Georgíu (19-16-1). Bardaginn fór fram á stórum viðburði, PAF Boxing Gala, í Mariehamn, Álandseyjum.Mikil undirbúningsvinna fór fram fyrir bardagann en Kolbeinn var 5 vikur í intensive æfingabúðum með teymi Roberts Heleniusar í Álandseyjum. “Undangengnar vikur hafa verið draumi líkastar. Ég er búinn að hafa 100% fókus á að boxa frá morgni til kvölds og að hafa æfingafélaga eins og Robert, sem er á meðal þeirra bestu í heiminum í dag, getur ekki gert annað en að stuðla að bætingum hjá mér. Í þessum æfingabúðum sparraði ég 80 lotur og þetta er búið að vera það langsamlega erfiðasta sem ég hef nokkurntíman lagt á mig, en djöfull er þetta búið að vera gaman! Núna er æfingabúðunum lokið og ég er bara að slaka á, nærast og stilla fókusinn fyrir bardagann. Ég hlakka mikið til að stíga í hringinn á laugardagskvöld og sýna heiminum í sjöunda skipti hvers megnugur ég er. “ útskýrði Kolbeinn í viðtali við MMA fréttir daginn fyrir bardagann.

og hvort hann gerði.. Kolli er núna rankaður í hópi topp 100 þungavigtarhnefaleikamanna í Evrópu. Hann mun klifa upp metorðalistann nokkuð hratt með þessu áframhaldi. Við erum verulega stolt af okkar manni og flott að sjá íslenska íþróttamann láta til sín taka á alþjóðlegum vettvangi með þessum hætti. Áfram Kolli!

Самая качественная в округе гидроизоляция подвала