Blogg

Það helsta í fréttum hjá okkur og í boxinu

Sumarnámskeið fyrir Unglinga

Í sumar verður boðið upp á tvenn 4 vikna sumarnámskeið fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára!
Námskeiðin verða þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl:16:30-17:30

Dagsetningar sumarnámskeiðanna:
Námskeið 1: 1.–29. júní
Námskeið 2: 3.–29. júlí


Verð fyrir hvert námskeið er 7.900 kr

Í námskeiðunum er lögð mikil áhersla á að hafa gaman af líkamsrækt, en einnig að læra allt um íþróttina. Hnefaleikar eru öguð og tæknileg íþrótt sem byggir upp sjálfsaga. Ásamt því að fara í undirstöðuatriðin eru tímar brotnir upp með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum.

Skráning hérSumarkort í Fitnessbox/box

Æfðu með okkur í sumar og tryggðu þér SUMARKORT!


Sumarkortið hjá okkur gildir í bæði Byrjendaboxið og Fitnessboxið saman, þannig að hægt er að mæta í báða tíma að eigin vild. Sumarkortið gildir til 1. september, en er á aðeins 19.900! Það fækkar ekki tímum í sumar, en fitnessboxtímar mánudaga, miðvikudaga og föstudaga færast frá 19:30 til 18:30 þann 1. júní.

Þeir fyrstu sem tryggja sér sumarkort eða kaupa áskrift hjá okkur fá góða æfingahanska í kaupbæti!

Morgunhanar athugið! Einnig er sérstakt sumartilboð í Fitnessbox morguntíma á 4.900 mánuðurinn. Tilboðið gildir í 6:10 (Já svona snemma) tímana mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, en einnig í opnu stöðvatímana alla laugardaga í hádeginu.Opnunartími yfir hátíðarnar23. desember – Hádegistími opin öllum með Sigga og Villa kl:12:00-13:30
24. desember – LOKAÐ
25. desember - LOKAÐ
26. desember – LOKAÐ
27. desember – Hádegistími opin öllum með Sigga og Villa kl:12:00-13:30
28. desember – LOKAÐ
29. desember - Hádegistími opin öllum með Sigga og Villa kl:12:00-13:00
30. desember - Hádegistími opin öllum með Sigga og Villa kl:12:00-13:00
31. desember – Hádegistími opin öllum með Sigga og Villa kl:12:00-13:30
1.janúar - LOKAÐ
2. janúar – Opnar samkvæmt stundatöflu

Í byrjun janúars munum við fara af stað með afmælisfrívikuna okkar í tilefni þess að Hnefaleikastöðin verður 8 ára!

Hnefaleikamót 31. janúar í Hnefaleikastöðinni

Laugardaginn 31. janúar verður haldið Hnefaleikamót í Hnefaleikastöðinni! Húsið opnar kl:18:00 en mótið hefst klukkan 19:00 á slaginu.. Þar mætir okkar fólk Hnefaleikafélagið ÆSIR keppendum frá Hnefaleikafélagi Akraness, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjaness.

11 bardagar skráðir fyrir kvöldið þar sem munu mætast margt flott og upprennandi hnefaleikafólk!

Aðgangseyrir er 1000 kr en frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.

Við bjóðum alla velkomna til að koma og horfa en jafnframt styrkja þessa íþrótt með okkur.

Kíkið á viðburðinn á facebook!

Kolli í Pro-box æfingabúðum

Gunnar Kolbeinn Kristinsson og Vilhjálmur þjálfari eru staddir í Berlín í æfingabúðum Team Sauerland, einum virtasta umboðsaðila í Evrópu. Gunnar Kolbeinn æfir þarna meðal þeirra bestu heiminum, ekki slæmt það!

Gunnar Kolbeinn "Kolli" stefnir á atvinnumennskuna í haust og er þetta því mikið tækifæri að fá að æfa þarna.

Самая качественная в округе гидроизоляция подвала