Blogg

Það helsta í fréttum hjá okkur og í boxinu

Flottir sigrar í Danmörku

Hnefaleikafólkið okkar Gunnar Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir kepptu í Nyköbing í Danmörku um helgina og stóðu sig með mestu prýði

Bæði sigruðu þau sýna andstæðinga, en spennan var mikil. Viðburðurinn var sýndur í beinni útsendingu

Þessi tvö eiga sko framtíðina fyrir sér!

Boxmót í Danmörku milli jóla og nýárs

Hnefaleikafólkið Gunnar Kolbeinn Kristinsson og Valgerður Guðsteinsdóttir verða á faraldsfæti á milli jóla og nýárs þar sem þau munu stíga í hringinn í Nyköbing í Danmörku og etja þar kappi við sterka andstæðinga laugardaginn 28. desember.

Gunnar Kolbeinn, sem tryggði sér silfuverðlaun á norðurlandameistaramótinu 2013, er nýkominn af sterku mót í Tammer í Finnlandi þar sem hann tapaði naumlega, 29-28, fyrir írska landsliðsmanninum Dean Gardnier. Á laugardaginn mun Gunnar Kolbeinn etja kappi við heimamanninn Ken Ljungquist sem er einn af sterkustu hnefaleikaköppum dana um þessar mundir, og verður leikur þeirra aðalleikur kvöldsins.

Valgerður er Íslandsmeistari í 57kg flokki kvenna 2013 og mun hún mæta Söruh Mansour sem er danmerkurmeistari í sínum flokki.

Hægt verður að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á netslóðinni www.24live.dk laugardaginn 28. desember kl:18:00 á íslenskum tíma.

Rothögg á Norðurlandameistaramótinu

Íslenski yfirþungavigtarmaðurinn Gunnar Kolbeinn Kristinsson vann til silfurverðlauna á Norðurlandameistaramótinu í Árhúsum helgina 22.-24. mars. Silfrið tryggði hann sér með því að ná rothöggi á norska meistararan Ken Robin Vestrheim í flokkinum 91+. Gunnar Kolbeinn vigtaði sig inn í kringum 97 kg en andstæðingur hans var töluvert þyngri og vigtaðist sem 110 kg.

Þetta var í fyrsta sinn sem Gunnar Kolbeinn keppti í þessum þyngdarflokki á alþjóðlegum vettvangi, en hefur keppt um árabil í þyngdarflokkinum fyrir neðan (undir 91). Gunnar Kolbeinn var til að mynda fyrstur íslendinga til að fara á heimsmeistaramót í hnefaleikum. Norðmaðurinn var talinn álitlegastur til sigurs enda Noregsmeistari og rankaður númer eitt í sínum þyngdarflokki í Noregi.

Gunnar Kolbeinn vakti mikla athygli á mótinu fyrir sigurinn gegn norðmanninum, en í lokaviðureign sinni varð hann undir á stigum gegn svíameistarinn El-Molla Mustafa sem fékk gullið. El-Molla er þaulreyndur með rúmlega hundrað bardaga að baki á meðan Gunnar Kolbeinn er með í kringum 35 bardaga. Það er samt sem áður ótvírætt að Gunnar Kolbeinn sé upprennandi afreksmaður í íþróttinni og væntum við að sjá meira frá honum á næstunni.

Ken Robin Vestrheim og Gunnar Kolbeinn Kristinsson b

Danir mæta Íslendingum í hringnum

Hnefaleikafélagið ÆSIR og Hnefaleikafélag Akraness standa á bakvið opið hnefaleikamót föstudaginn þann 18. október. Mikið samstarf er milli klúbba á Íslandi og Danmörku, en boðið var sjö upprennandi hnefaleikaköppum frá Danmörku til að fá að keppa hérna. Þar á meðal er Camilla Skov Evrópumeistara bronshafi. Valgerður Guðsteinsdóttir núverandi Íslandsmeistari og hnefaleikakona ársins 2012 mætir EM bronshafanum í hringnum.

Í heildina verða níu bardagar þar sem íslenskir meistarar munu sýna listir sínar í hnefaleik. Hnefaleikamótið er haldið í húsnæði Hnefaleikastöðvarinnar að Viðarhöfða 2, 110 reykjavík.

Hnefaleikafólk ársins 2012

Þann 29. desember fór fram afhending verðlauna íþróttamanns ársins 2012 og íþróttamanna ársins hjá sérsamböndum ÍSÍ

Valgerður Guðsteinsdóttir var útnefnd Hnefaleikakona ársins og Hnefaleikamaður ársins var Gunnar Kolbeinn Kristinsson. Bæði æfa þau hjá Hnefaleikafélaginu ÆSIR hérna í Hnefaleikastöðinni.

flott

Valgerður Guðsteinsdóttir hnefaleikakona, Vilhjálmur Hernandez hnefaleikaþjálfari og Gunnar Kolbeinn Kristinsson hnefaleikamaður.

Самая качественная в округе гидроизоляция подвала