Blogg

Það helsta í fréttum hjá okkur og í boxinu

Grein um hnefaleika

Skemmtileg grein um boxið á bls 54 í fréttablaði dagsins í dag!

frett

Valgerður vinnur til gullverðlauna á ACBC mótinu

Valgerður Guðsteinsdóttir frá hnefaleikafélaginu ÆSIR vann til gullverðlauna í sínum þyngdarflokki eftir tvo hörku bardaga á ACBC mótinu í Gautaborg, Svíþjóð um helgina 2.-4. nóvember. ACBC mótið er eitt fjölmennasta hnefaleikamót í heiminum með um 600 keppendur á öllum aldri að keppa í bæði Diploma og Ólympískum hnefaleikum.

Alls fóru 25 íslenskir keppendur frá fjórum hnefaleikafélögum. Elvar Sturluson frá hnefaleikafélagi Reykjaness, Sveinbjörn Hávarðarson , Jóhann Selbergsson, Ívar Kristinsson og Andri Hermansson frá hnefaleikafélaginu ÆSIR unnu allir til silfurverðlauna á mótinu.

image

Vilhjálmur Hernandez þjálfari og Valgerður Guðsteinsdóttir með gullið á ACBC mótinu.

Keppnisferð til DK

Nokkrir ÆSIR-lingar og HAK-arar lögðu af stað í keppnisferðlag til Danmerkur í dag! Elías, bróðir hans Jónas, Margrét Ásgerður, Haukur Borg og Kristján fóru frá okkur. En þjálfari HAK, Doddi leiðir hópinn. Það verða 2 mót, 1 í Nakskov og svo það næsta í Voldenborg. Krakkarnir stefna samt á að taka afslöppun og shopping (ef það verður opið) á sunnudeginum á Strikinu.

Góða ferð krakkar og gangi ykkur vel! Áfram Ísland :)

image

25 íslendingar á næst stærsta hnefaleikamót í heiminum

TEAM ÆSIR á leið til Svíþjóðar

image

ACBC hnefaleikamótið í Gautaborg, Svíþjóð er haldið 2.-4. nóvember í 26. sinn. Fyrsta ACBC mótið var haldið árið 1987 og kepptu þá aðeins 80 keppendur. Í dag er það næst fjölmennasta mót í heiminum. Heimsmeistaramótið er eina mótið sem er hefur fleiri keppendur.

Í ár hafa 607 keppendur skráð sig til leiks en til samanburðar voru um 680 keppendur á heimsmeistaramótinu seinasta sem var það stærsta til þessa. Frá Íslandi fara 25 keppendur frá 4 hnefaleikafélögum. Þar af 19 frá Hnefaleikafélaginu ÆSIR, 4 frá Hnefaleikafélagi Akraness, 2 frá Hnefaleikafélagi Reykjaness og 1 frá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar.

Keppendur á mótinu eru frá aldrinum 10 til 35+ ára og keppt er í þremur flokkum eftir bardagafjölda bæði í Diploma og Amateur hnefaleikum. Diploma hnefaleikar eru mýkra form af hnefaleikum fyrir unga keppendur þar sem aðeins er dæmt út frá tækni.

Úrtökumót fyrir ÓL í Tyrklandi

Í dag fóru Vilhjálmur þjálfari og Gunnar Kolbeinn þungavigtarmaður saman til Tyrklands að reyna fyrir sér á úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana. Það er aðeins eitt pláss laust eftir í hans þyngdarflokki (91 kg) fyrir Evrópu þannig að það er harður slagur fyrir sætið.

image

Vonum að þeim gangi vel þarna úti, en fyrst og fremst komi heim reynslunni ríkari. Góða ferð strákar!

Самая качественная в округе гидроизоляция подвала