Blogg

Það helsta í fréttum hjá okkur og í boxinu

Kolli berst í 6. sinn!

Laugardaginn 4. júní mun Kolbeinn Kristinsson (5-0, 1 KO) berjast sinn 6. atvinnubardaga í hnefaleikum gegn dananum Kim Thomsen (4-0, 1 KO) í Kaupmannahöfn. Bardaginn verður í Frederiksberg Hallerne og er það hinn heiðvirti hnefaleika promoter Mogens Palle og fyrrum þungavigtarkappinn "Super""Brian Nielsen sem standa fyrir þessu flotta bardagakvöldi.

Sjá meira um bardagana hér!

Kolli kemur vel undirbúinn og hefur eytt seinustu vikum í boxbúðum þar sem hann safnaði 63 lotum í sparrbankann! Hægt er að hlusta á Kolla fjalla betur um bardaga sinn og boxið með Dóra DNA á Harmageddon í viðtali sem tekið var við þá boxbræður í maí.

Við hvetjum alla á svæðinu að koma og hvetja okkar mann til sigurs! En hægt er að kaupa miða hér!

Ný sumarstundatafla

Það verða smávægilegar breytingar á stundatöflunni. Ný stundatafla hefst 6. júní. Það verða jafn margir tímar í boði yfir sumarið.. en

Fitnessboxið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum verður kl:18:30-19:30 í stað 19:30-20:30

Skoða má stundatöfluna hér

Foam Flex & Mobility kynningartími!

Föstudaginn 18. mars verður kynningartími í Foam Flex og Mobility með Bjarndísi klukkan 19:30-20:30 upp í Hnefaleikastöð. Tíminn verður í staðinn fyrir Fitness boxið.

Í tímanum verður farið yfir hvernig á að losa bandvef og vöðva með foam rúllu eða mobility bolta. Unnið verður með líkamsstöðuna og farið yfir teygjur sem hjálpa til við að halda góðri stöðu.

Tíminn er opinn öllum og frír fyrir þá sem eru með kort í Hnefaleikastöðinni, en kostar aðeins 1200 krónur fyrir þá sem langar að koma og prófa!

Sumarátök og gleði

Sumarið er handan við hornið, og vegna þessa ætlum við að bjóða upp á sérstök sumarkort fyrir hressa einstaklinga sem ætla að æfa með okkur í sumar. Það er alltaf nóg að gera í stöðinni á sumrin bæði inni og úti.

Sumarkortið okkar er aðeins á 24.000 og gildir til 1. september! 4 mánuðir af æfingum sem er í boði alla daga, nema sunnudaga.. en þeir eru heilagir. Þá má nýta í leti, slen eða göngur upp Esjuna.

Sumarkortið gildir í bæði Fitnessbox og Byrjendabox.

Með öllum sumarkortum sem keypt eru í Maí fylgja 2 ljúffeng gjafabréf á Fresco og boxhanskar!
Við viljum einnig verðlauna þá sem vilja alltaf geta farið á æfingu, allt árið í kring, en með ársáskriftum sem keypt eru í sumar fylgja 2 gjafabréf á Fresco, boxhanskar, merktur bolur og húfa. - á meðan brigðir endast!

Húfan er must fyrir útiskokkið, líka á sumrin.Unglingastarfið hefst á ný

Nú fer hauststarfið að hefjast og unglingatímarnir fara aftur í gang. Við bjóðum upp á skemmtilega tíma fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára sem hafa áhuga á að læra hnefaleika. Námskeiðið hefst 7. september en það verðir FRÍIR kynningardagar 31. ágúst - 4. september
Tímarnir eru þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl:16:30-17:30

Í námskeiðinu er lögð mikil áhersla á að hafa gaman af líkamsrækt, en einnig er grunnurinn að hnefaleikum kenndur. Hnefaleikar eru öguð og tæknileg íþrótt sem byggir upp sjálfsaga. Ásamt því að fara í undirstöðuatriðin í fótaburði, árasar- og varnastöðum eru tímar brotnir upp með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem æfa þol og styrk

Verð fyrir mánuðinn er 7.900 kr, en alla önnina er verðið 23.600 kr Við tökum Frístundakortum og styrkjum frá Reykjavík og öllum bæjarfélögum.

FRÍTT AÐ PRÓFA!

Við munum bjóða öllum sem hafa áhuga á að prófa tímana að koma í kynningardaga 31. ágúst til 4. september.

Skráning í frídaga hérСамая качественная в округе гидроизоляция подвала