Hnefaleikastöðin

Stöðin

Um aðstöðuna okkar og þjónustu

image

Hnefaleikahringur

Hjarta og sál stöðvarinnar!

Ófáir hafa mæst í þessum hring, í keppni, í sparri, í gamni og bara á æfingu. Þessi heimasmíðaði og jafnframt löggildi hnefaleikahringur stendur alveg fyrir sínu og þar er reglulega tekið á því.

image

Lyftingaraðstaða

Alvöru "Old school" lyftingaraðstaða með upphýfingarslám, sleggjum, dekkjum í anda Rocky, stöngum, bekkpressu, handlóðum, ketilbjöllum og allt sem þarf til að styrkja sig upp!

Við erum engin hefðbundin líkamsræktarstöð. Hér sérðu enga sali með hlaupabrettum. Aðal áherslan er á hóptíma, en meðlimir mega nýta þessa lyftingaraðstöðu eins og þeim hentar þegar það er opið.

image

Æfingasalir

Hér ert þú aðal æfingatækið! Hérna eru tveir rúmgóðir salir þar sem hóptímarnir fara yfirleitt fram (nema þegar Villi lætur hópinn taka stigann.. úff).

Hérna eru mestu lætin og mesta fjörið hvort sem það sé sparr í gangi, hörku fitnessbox tími eða stöðvaþjálfun. Alltaf eitthvað að gerast.

image

Allt á staðnum

Við leggjum áherslu á eigin þyngdar æfingar en notast er samt við hin ýmsan búnað. Ekki örvænta hér er nóg til.

Við eigum nóg af sippuböndum og sveittum hönskum til að lána. Það þarf ekki að neinn búnað til að byrja með... þó er mælt með að fólk mæti í íþróttafatnaði, lánum það ekki.. nema í neyð!

image

Búningsklefar

Auðvitað eru búningsklefar, sturtur og allur pakkinn.

Klefarnir okkar eru fullbúnir læstum skápum svo hægt sé að geyma eigur sínar á meðan tekið er á því. Svo er sturtuaðstaða og allt til að komast hreinn út aftur.

image

Barnahornið

Það fer vel um krakkana í barnahorninu okkar.

Við bjóðum ekki upp á barnapössun, en það eru allir krakkar velkomnir með mömmu og pabba á æfingu. Erum með alveg sér svæði tileinkað þeim þar sem þau geta leikið, litað eða slakað á yfir skemmtiefni meðan foreldrarnir taka æfingu.

Самая качественная в округе гидроизоляция подвала