Reynslusögur

umsagnir og sögur af árangri

image

Fór niður um 20% í fituprósentu

"Mér líður svo mikið betur, bæði líkamlega og andlega"

Lesa meira
image

Efldi líkamsstyrk og öryggi

Unglingur sem fann loks íþrótt sem hentaði sér

Lesa meira
image

Jafnaði sig á meiðslum

og náði að styrkja sig

Lesa meira
image

Missti 26 kg

á aðeins þremur mánuðum

Lesa meira
image

Missti 61 kg á einu ári!

Ótrúlega sagan hans Símonar

Lesa meira
image

Fór loksins að huga að heilsunni

og missti 50 kíló!

Lesa meira
image

Léttist um 40 kg

og fór á vit ævintýranna og lærði leiklist í Hollywood

Lesa meira
image

Þetta gæti verið Þú

Skráðu þig í frían prufutíma

Smelltu hér

Halldór er í dag í Hollywood að leggja fyrir sér leiklistina. Hann er nýbúinn að ljúka námi við Stella Adler leiklistarskólann og kominn með atvinnuleyfi í Bandaríkjunum! Stefnan er auðvitað að elta drauma sína í leiklist. Hér er sagan hans um hvernig hann kom sér í form og varð óstöðvandi!
Ég var alltaf grannur og í góðu formi sem barn. Svo skyldu foreldrarnir, pabbi veiktist og stöðugleikinn hrundi undan öllum systkinahópnum. Mamma flutti svo með okkur til Noregs. Það að koma sem nýr úr öðru landi inn í litla norska sveit, og þar að auki með brenglaða félagsfærni, kallaði á mikið einelti, og ekki batnaði það þegar mamma fékk leigt hús uppi á fjalli og inni í skógi. En eitthvað hrundi á hamingjuhliðina og maður fór að éta úr hófi, og mikið brauð og ódýrar, slæmar hitaeiningar, enda ódýrt norskt mataræði léleg orka. Þannig að maður varð einn af þessum unglingum sem blés út, bókstaflega. Svo liðu árin og loks kom maður til Íslands aftur. Maður fór að leggja aðeins af þegar stærstu breytingar unglingsáranna voru liðnar en alltaf var maður rokkandi upp og niður í þyngd og aldrei minna en 20 kílóum of þungur. Svo fór maður að vinna myrkranna á milli til að reyna að eiga efni á að gera eitthvað í lífinu, og þá mest við atvinnuakstur, s.s. kyrrstaða og streituálag. Svo fór ég aftur á millilandaflakk 2009 og veturinn 2010, eftir Franskt, Danskt og Norskt mataræði, og litla iðju, var ég orðinn tæplega 120 kílóa bolti og löngu hætt að lítast á blikuna, nú var loksins og þó ekki fyrr væri, komið nóg!

Við vitum öll innst inni að þetta snýst allt um hreyfingu og flókna fæðu sem er ekki "fyrirfram melt" í verksmiðjunni fyrir okkur, þannig að ég fór að lyfta með mági mínum, og þar sem hann var mikill hlaupari, ákvað ég að byrja að skokka. Kílómetrar fyrst, hraði svo, og áður en maður vissi, fór allt að fjúka og hraðinn jókst, og loksins tók maður fyrsta kvartmaraþonið í Norsku sveitinni bakaður í 30 stiga sól.

Svo um sumarið fór maður að standa í stað og þá ákvað ég að breyta um æfingarform til að "sjokkera" líkamann. og þá, kominn aftur til Íslands, fór ég að lyfta með bróður mínum og synda nokkra km í einu reglulega. Það var svo hann sem benti mér á að prófa fitnessbox, enda þekkir hann boxheiminn vel, fyrrum Íslandsmeistarinn. Við hringdum því í gamlan kunningja frá hans keppnisárum, Villa, og fórum í prufutíma í Hnefaleikastöðinni. Eftir það var ekki aftur snúið hjá þá 96-98 kílóa mér. Ég tók mér bara tíma og keypti fyrsta mánaðarkortið. Ég mætti alla daga, svo loks 2 æfingar á dag. Síðan fór ég að taka byrjendaboxæfingar á þriðjudögum og fimmtudögum, s.s. tvöfaldar æfingar á þeim dögum.

Ég notaði líka Hydroxycut Hardcore með þessu til að vera viss um að leggja af en eftir að maður hefur pásað sig á því, þá sér maður að það er lítil auka prósenta... æfingarnar eru aðal, og þegar maður æfir mikið, þá fær maður cravings í mataræði sem hentar. Því maður finnur fyrir lélegri næringu sem minnkar frammistöðuna, svo maður kemst ekkert upp með sukkið. Ég setti mér það markmið í desember að halda mér bara við í stöðugri þyngd og mæta bara á allar æfingar sem voru í boði í kringum hátíðir og þá tolldi maður í 85-86kg. svo tók ég trukkið í byrjendaboxinu eftir hátíðir og smá fitness með.

Það er furðulegt hvað þessi samsetning æfinga er einhvern veginn fullkomin fyrir líkamann: High Intensity Interval training, þrek og styrktar samsetningar og svo þetta að taka höggum á spennta vöðva, það er bara eins og að lyfta, vöðvarnir skemmast smá í hnjaskinu og líkaminn er stöðugt að nota orku í að endurbyggja sig. En núna, ári seinna, er kallinn bara í þrusuformi og rokkandi milli 78,eitthvað og 81,eitthvað í þyngd og allar línur líkamans að mótast, húð að ganga tilbaka og íþróttamennskan komin til að vera. Þetta snýst allt um vinnuna, vera til í að pína sig smá og ekki beila í vælinu... og allt þetta með að geta ekki hitt, geta ekki þetta... þetta eru afsakanirnar sem maður notar til að ljúga að sjálfum sér, byrja í dag bara! Svo er mikilvægt að hafa hvetjandi félagsskap og góða leiðsögn þjálfara og reyndari manna. Það er stærsti munurinn á stórum geymi eins og í flestum stórum líkamsræktarstöðvum og svona bræðralagsfélagsskap í toppíþróttafélagi eins og Hnefaleikastöðin er. Við erum öll samferðarmenn í þessu ferðalagi, bara á misjöfnum stöðum, en allir eru tilbúnir að haldast í hendur upp þessa fjallshlíð. Ég á því öllum mínum boxkunningjum heilmikið að þakka, sem og öðrum sem hafa hvatt mig á þessari leið, og héðan í frá, fær ekkert stoppað mig!

kv, Halldór
Update:
Við spurðum Halldór hvernig hann hefur það í dag að elta leiklistina í Hollywood og hann hafði þetta að segja;

"Ég er ennþá í hringnum, hvað það varðar, enda er lífið einn stór hnefaleikahringur fyrir þá sem stefna hátt. Fókusinn þarf að vera upp á líf og dauða, maður þarf að vera í toppformi og sífellt að bæta bestu útgáfuna af sjálfum sér dag og nótt. Bardaginn í lífi afreksfólks er eins og bardagi þar sem loturnar eru endalausar þar til maður tekur rothöggið, og sigurinn er metinn á úthaldinu og þolinu."
 • Eini staðurinn þar sem mig hefur virkilega hlakkað til að mæta á æfingar, ekkert nema frábært andrúmsloft og frábærir þjálfarar!

  - Daníel

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6
 • 7
 • 8
 • 9
 • 10
 • 11
Самая качественная в округе гидроизоляция подвала