Reynslusögur

umsagnir og sögur af árangri

image

Fór niður um 20% í fituprósentu

"Mér líður svo mikið betur, bæði líkamlega og andlega"

Lesa meira
image

Efldi líkamsstyrk og öryggi

Unglingur sem fann loks íþrótt sem hentaði sér

Lesa meira
image

Jafnaði sig á meiðslum

og náði að styrkja sig

Lesa meira
image

Missti 26 kg

á aðeins þremur mánuðum

Lesa meira
image

Missti 61 kg á einu ári!

Ótrúlega sagan hans Símonar

Lesa meira
image

Fór loksins að huga að heilsunni

og missti 50 kíló!

Lesa meira
image

Léttist um 40 kg

og fór á vit ævintýranna og lærði leiklist í Hollywood

Lesa meira
image

Þetta gæti verið Þú

Skráðu þig í frían prufutíma

Smelltu hér

Símon hefur náð þeim ótrúlega árangri að missa rúmlega 60 kg á einu ári! Hann fór úr 138 kg í um 77 kg. Símon hefur ekki aðeins lést og komist í frábært form, heldur finnur hann fyrir auknu sjálfstrausti og meiri vellíðan. Símon er hugrakkur strákur sem heldur ótrauður áfram þrátt fyrir mótlæti í lífinu!
Þegar ég var lítill var ég í eðlilegri þyngd, en hef alltaf verið frekar hávaxinn. Ég stundaði íþróttir og hafði gaman af því. Ég æfði til að mynda tækvandó í rúm þrjú ár. Árið 2001 þegar ég var á níunda ári verð ég svo fyrir því áfalli að pabbi minn deyr úr heilaæxli og upp úr því fer ég að missa áhugan á því að stunda íþróttir. Ég varð einnig fyrir meiðslum á úlnlið og því hætti ég alfarið að stunda íþróttir. Ég fer að þyngjast mikið jafnt og þétt en árið 2006 næ ég samt að komast aftur í kjörþyngd. Árið 2007 verð ég svo fyrir öðru áfalli og fer að þyngjast enn á ný. Þegar ég var sem þyngstur var ég 138 kg.

Ég byrjaði að æfa box hjá Hnefaleikastöðinni janúar 2010, en ég hafði ekki stundað neinar íþróttir í þó nokkurn tíma vegna meiðslanna á únlið. Þegar ég byrjaði að æfa box var ég 130 kg, en mér tekst að koma mér niður í 117 kíló. Það var síðan um veturinn 2010 sem ég slasa mig á ökkla og þarf að taka mér pásu frá boxinu og skóla íþróttum. Það er þá sem ég fer þá upp í 138 kíló. Mataræðið mitt á þeim tíma var yfirleitt 1 til 2 máltíðir á dag, en var það yfirleitt næringarlítil fæða eins og samloka, pasta eða pizza. Það voru margir dagar sem maður borðaði bara kvöldmat.

Í mars 2011 þá er ég hinsvegar búin að fá mig fullsaddann af því ástandi sem ég var komin í og langar ekkert meira en að koma mér úr því. Ég byrja á að breyta mataræðinu alveg, sleppi út öllum sykri og öllu hvítu hveiti. Ég fer og les mér til um hvað ég eigi að borða og hvenær, hvað er hollt að borða og hversvegna. Ég byrja að taka lýsi, vítamín og steinefni á hverjum degi og set mér það markmið að borða 4 sinnum á dag eða oftar. Ég missi alveg 12 kg á því að breyta mataræðinu mínu.

Það er svo í júní 2011 sem það gefst aftur tími til þess að fara að æfa boxið hjá Villa eftir hrikalega erfiða mánuði, heima fyrir og í skóla. Á því tímabili leið mér mjög illa, vegna heimilisástands, yfir veikindum og vandamálum í fjölskyldu sem voru búin að vera að herja á undanfarin ár en náðu hámarki í lok vorannar 2011. Ég fann einnig fyrir vanlíðan í skóla þar sem að maður varð fyrir einelti í skólanum. Ég var auðvelt skotmark þar sem að maður svaraði ekki fyrir sig. Það var að búið að brjóta niður sjálfstraustið hjá manni undanfarin ár og var það orðið að engu. Mér fannst ég þá eiga þetta skilið ég þorði ekki að svara fyrir mig af hræðslu við það að ég myndi vekja meiri athygli af mér. Mig langaði bara til þess að hverfa og verða ósýnilegur og þurfa ekki að takast á við hið daglega líf. Ég vildi bara að fólk myndi bara láta mig í friði. Þar sem mér leið svona illa þá var ég búinn að einangra mig frá þeim vinum sem ég átti úr grunnskóla og hafði ekki verið að eignast neina nýja vini í menntaskóla. Þetta var gríðarlega erfiður tími. Þetta sama sumar og ég byrja í boxinu fæ ég vinnu á vegum ÍTR við skipulagningu á viðburðum fyrir jafnaldra, þá með 14 öðrum krökkum. Þar voru allir rosalega skemmtilegir og komu almennilega fram við mann. í fyrsta skipti í mjög langan tíma þá leið mér vel, en mér fer að líða rosalega vel andlega þetta sumar, þá í boxinu og vinnunni. Ég æfi allan júní mánuð í boxinu og fer svo í einkaþjálfun til Sigga hjá Hnefaleikastöðinni í júlí.Í lok ágúst hafði ég misst 16 kg á tveimur mánuðum, 28 kg í heildina frá mars mánuði.

Um haustið byrjar svo skólinn aftur og ekki gefst lengur tími fyrir einkaþjálfun á morgnana. Ég skrái mig því í áfanga í Borgarholtsskóla sem heitir 3B2, Þjálfun Heilsa og Vellíðan, sem er þol og styktar áfangi 2svar sinnum í viku á morgnana. Það var síðan einnig lagt fullt kapp á það að mæta á allar box æfingar sem ég komst á, en það eru tímar alla virka daga og styrktartími á laugardögum. Í lok haust annar var ég kominn niður í 92 kíló og hafði þá mist 18 kíló á þessari önn, 46 kíló allt í allt og var bara 5 kílóum frá „kjörþyngd“.

Þegar vorönnin byrjar þá er fituprósentan hjá mér 11,8% og ég orðin 88 kg og búin að missa 50 kíló, enda verið duglegur að mæta á boxæfingar í jólafríinu og fitnessboxæfingar í byrjun janúar. Þessa önn skrái ég mig aftur í 3B2 og ég næ markmiði mínu að vera hækkaður uppí keppnishóp í boxinu. Í lok febrúar byrja ég einnig að æfa körfubolta með unglinga og drengjaflokk fjölnis. Þegar að ég byrja að æfa körfu þá ríkur brennslan upp, enda farin að mæta á 11 æfingar á viku. Ég fer að þurfa að borða 6-7 sinnum á dag. Í lok mars 2012, um einu ári frá því ég byrjaði að taka mig á þá er ég orðin 77 kíló með 6,6 % fituprósentu og heilum 61 kílóum léttari.

Í dag er ég í betra formi en ég hef nokkurn tíma verið í. Í september 2010 þá tek ég þolpróf í skólanum og næ þá að hlaupa 1,2 km á 12 mínútum, en í lok mars 2012 þá næ ég að hlaupa 3,08 km á 12 mínútum. Mér líður ekki bara vel líkamlega. Ég verð ekki lengur fyrir aðkasti í skólanum. Ég hef gert mér grein fyrir því að ég skipti jafn miklu máli og hver önnur manneskja. Ég hef nákvæmlega sama tilverurétt og aðrir. Ég hef lært að hunsa niðurrífandi athugasemdir sem maður fékk/fær að heyra frá ákveðnum aðila. Í dag hef ég trú á sjálfum mér. Ef ég ætla mér eitthvað þá geri ég það, ég ætla ekki lengur að hlusta á hvað ég „get ekki“gert, af því að ég get gert allt! Eina sem ég þarf að gera er að leggja mig fram við það og æfa mig í því.


Update:
Símon er enn á fullu og er að fara að læra íþróttafræðinginn í HR! Hann er sönnun þess að maður getur allt sem maður ætlar sér og er tilbúinn að vinna fyrir því. Í sumar (2014) þá hljóp Símon fullt maraþon á góðum tíma, en hann hafði aldrei tekið þátt í hlaupi áður.
 • Eini staðurinn þar sem mig hefur virkilega hlakkað til að mæta á æfingar, ekkert nema frábært andrúmsloft og frábærir þjálfarar!

  - Daníel

 • 1
 • 2
 • 3
 • 4
 • 5
 • 6
 • 7
 • 8
 • 9
 • 10
 • 11
Самая качественная в округе гидроизоляция подвала